Vefverslun Skíðagöngufélagsins Ullar
2024 Hjólaskíðamót Ullar
Hið árlega hjólaskíðamót Ullar fer fram sunnudaginn 22. september næstkomandi klukkan 10.00 í Fossvoginum.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum og vegalengdum:
- 9 ára og yngri (fædd 2015 og yngri) 2 km, 1x minni hringur
- 10 - 12 ára (fædd 2012-2014) 4 km, 2x minni hringur
- 12 ára og yngri mega vera á hvort sem er línuskautum eða hjólaskíðum og er frjáls aðferð leyfileg
- 13 - 15 ára stúlkur og piltar (fædd 2009-2011) 7 km, 1x stærri hringur + 1x minni hringur. Hefðbundin aðferð.
- 16 ára og eldri konur og karlar (fædd 2008 og eldri) 10 km, 2x stærri hringur. Hefðbundin aðferð.
Athugið að 13 ára og eldri mega einungis keppa á hjólaskíðum með stoppara (ekki á skautahjólaskíðum).
Hjálmaskylda er í keppninni.
Þátttökugjald:
15 ára og yngri fá frítt
16 ára og eldri borga 1.000kr
Skráningar 15 og yngri skulu berast á ullarpostur at gmail.com. Senda skal nafn, fæðingarár, félag. Þau sem hyggjast keppa á línuskautum (12 og yngri) taki það fram í póstinum.
Skráningarfrestur er laugardagurinn 21. september kl 20:00
Vefverslunar rekin af:
Skíðagöngufélagið Ullur
kt. 600707-0780
Sörlaskjóli 15
107 Reykjavík
ullarpostur@gmail.com