Vefverslun Skíðagöngufélagsins Ullar


Krakkanámskeið byrjendur - feb 2022

ATH! Full er á námskeiðið EF leigja þarf skíði hjá Ulli. Bendum á að hægt er að athuga með leigu skíði hjá t.d. Everest og skrá sig ein og maður komi með eigin búnað.

Skíðagöngufélagið Ullur verður með þriggja skipta námskeið fyrir krakka 9-16 ára.
Námskeiðið verður haldið á miðvikudögum í Bláfjöllum og hefst kl. 18. Verðið er 5.000kr fyrir öll 3 skiptin.
Fyrsti tíminn verður miðvikudaginn 23. febrúar, svo 2. mars og síðasta tíminn 9. mars ef veður og aðstæður leyfa.
Hægt verður að leigja skíði gegn 5000kr tryggingagjaldi sem verður endurgreitt að námskeiði loknu.
Athugið að takmarkað magn af lánsskíðum er í boði.
Okkur langar að lána krökkunum skíðin allan námskeiðstímann þannig að þau geti farið sjálf á skíði á milli æfinga en við getum þó ekki lofað því að það verði hægt fyrir alla sökum takmarkaðs magns af leiguskíðum sem við eigum. Athugið að hægt er að leigja skíði á fleiri stöðum, t.d. Everest og Sportval.

Athugið að ef veðrið er að stríða okkur þá gætum við þurft að breyta staðsetningu eða fresta.

Vinsamlegast skráið allar upplýsingar inn í þetta form. Mikilvægt er að við séum með tengiliðaupplýsingar til að láta vita ef af breytingum verður ef veðrið er að stríða okkur og eins upplýsingar um lánsskíðin.

Netfang barnastarfsins er krakkaullur@gmail.com ef einhverjar spurningar vakna.

Vefverslunar rekin af:
Skíðagöngufélagið Ullur
kt. 600707-0780
Sörlaskjóli 15
107 Reykjavík
ullarpostur@gmail.com


Veldu námskeið