Vefverslun Skíðagöngufélagsins Ullar


2019 Íslandsgönguæfingar

Samæfingar fyrir almenning sem verða haldnar einu sinni í viku, á miðvikudögum kl. 19:30.

Ætlast er til að þátttakendur hafi einhverja reynslu af skíðagöngu og/eða lokið a.m.k. einu 6 skipta námskeiði hjá Ulli. Fyrsta æfing hefst 9. janúar kl. 20:00. Tilvalið fyrir þau sem stefna á Íslandsgöngu(r) í vetur eða aðrar lengri göngur eða langar að stunda skíðagönguæfingar í góðum hópi.

Verð: 10.000,- fyrir tvo mánuði og aðild að Ulli er skilyrði.

Til að vera þátttakandi á æfingum Ullar þarf að vera skráður í félagið. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig í félagið má finna hér.

Vakin er athygli á því að eins og á öðrum skíðasvæðum þarf að kaupa skíðakort sem gildir í brautirnar í Bláfjöllum en það er ekki innifalið í námskeiðum sem haldin eru á svæðinu.

Vefverslunar rekin af:
Skíðagöngufélagið Ullur
kt. 600707-0780
Sörlaskjóli 15
107 Reykjavík
ullarpostur@gmail.com


Veldu námskeið