Vefverslun Skíðagöngufélagsins Ullar


2019 Skautanámskeið (2 skipti)

Skautanámskeið sem er tvö skipti, og kennt sunnudaginn 17. mars klukkan 9:00 og miðvikudaginn 20. mars kl. 18:00. Ætlast er til þess að þátttakendur hafi einhverja reynslu af skíðagöngu.

Aðeins er hægt að notast við skautaskíði, skauta- eða kombi skó og 10 cm hærri stafi en í hefðundinni göngu.

Verð: 5.000,- kr og aðild að Ulli er skilyrði.

Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig í félagið má finna hér.

Vakin er athygli á því að eins og á öðrum skíðasvæðum þarf að kaupa skíðakort sem gildir í brautirnar í Bláfjöllum en það er ekki innifalið í námskeiðum sem haldin eru á svæðinu.

Smelltu hér til að skoða staðsetningu Ullarskálans í Bláfjöllum, þar sem námskeið og æfingarnar fara fram.

Vefverslunar rekin af:
Skíðagöngufélagið Ullur
kt. 600707-0780
Sörlaskjóli 15
107 Reykjavík
ullarpostur@gmail.com


Veldu námskeið