Vefverslun Skíðagöngufélagsins Ullar


Námskeið

Skíðagöngufélagið Ullur stendur fyrir 6 skipta námskeiðum fyrir félagsmenn frá 14. febrúar.
Námskeiðið að þessu sinni er ætlað byrjendum. Farið verður í alla helstu þætti skíðagöngunnar eins og skíðatækni, klæðnað, smurningu og fleira.

Kennsla tvisvar í viku, sex skipti samtals. Æfing/kennsla verða á laugardögum kl. 11:00 og miðvikudögum kl. 18:00. Fyrsta kennsla verður miðvikudaginn 14. febrúar kl. 18:00 í Bláfjöllum. Hluti af námskeiðinu verður smurningskennsla og verður hún haldin þegar/ef veður verður vont einhvern daginn. Fylgist með á Facebook síðu Ullar varðandi breytingar vegna veðurs.
Verð: 12.000.- kr. Hámarksfjöldi þátttakenda eru 32.

Athugið, einungis er hægt að fá leigð skíði hjá félaginu ef æfingin fer fram í Bláfjöllum.

Verð á skíðaleigu með námskeiði er 2.000 kr. skiptið (fullt verð 3.000 kr. )

Til að vera þátttakandi á 6 skipta námskeiðum Ullar þarf að vera skráður í félagið.
Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig í félagið má finna hér.

Vakin er athygli á því að eins og á öðrum skíðasvæðum þarf að kaupa skíðakort sem gildir í brautirnar í Bláfjöllum en það er ekki innifalið í námskeiðum sem haldin eru á svæðinu.

Smelltu hér til að skoða staðsetningu Ullarskálans í Bláfjöllum, þar sem námskeið og æfingarnar fara fram.

Vefverslunar rekin af:
Skíðagöngufélagið Ullur
kt. 600707-0780
Sörlaskjóli 15
107 Reykjavík
ullarpostur@gmail.com


Veldu námskeið