Vefverslun Skíðagöngufélagsins Ullar


Byrjendanámskeið (6 skipti)

Æft tvisvar í viku, sex skipti samtals. Æfing/kennsla fyrir nýliða verða á laugardögum kl. 11:00 og miðvikudögum kl. 18:00. Fyrsta kennsla verður miðvikudaginn 14. febrúar kl. 18:00 í Bláfjöllum. Hluti af námskeiðinu verður smurningskennsla og verður hún haldin þegar/ef veður verður vont einhvern daginn. Fylgist með á Facebook síðu Ullar varðandi breytingar vegna veðurs.

Vakin er athygli á því að eins og á öðrum skíðasvæðum þarf að kaupa skíðakort sem gildir í brautirnar í Bláfjöllum en það er ekki innifalið í námskeiðum sem haldin eru á svæðinu.

Verð: 12.000.- kr og aðild að Ulli er skilyrði. Hámarksfjöldi þátttakenda eru 32Skráningarform