Vefverslun Skíðagöngufélagsins Ullar


Íslandsgönguæfingar

Samæfingar fyrir almenning sem verða haldnar einu sinni í viku, á miðvikudögum kl. 20:00.

Ætlast er til að þátttakendur hafi einhverja reynslu af skíðagöngu og/eða lokið a.m.k. einu 6 skipta námskeiði hjá Ulli.

Fyrsta æfing hefst 9. janúar kl. 20:00. Tilvalið fyrir þau sem stefna á Íslandsgöngu(r) í vetur eða aðrar lengri göngur.

Verð: 20.000,- fyrir fjóra mánuði og aðild að Ulli er skilyrði
Skráningarform


Námskeið (6 skipti)

Námskeið fyrir byrjendur og til upprifjunar:

Námskeiðið verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 18:00 og einn laugardag kl. 10:30, sex skipti samtals. Viku hlé verður gert á kennslu til þess að þátttakendur geti æft það sem farið var yfir á fyrstu dögum námskeiðisins. Hluti af námskeiðinu verður smurningskennsla og verður hún haldin þegar/ef veður verður vont einhvern daginn.

Verð: 12.000.- kr og aðild að Ulli er skilyrði.
Skráningarform


Skautanámskeið (2 skipti)

Skautanámskeið verður 2 skipti og kennt laugardagana 12. og 19. janúar klukkan 9:00. Ætlast er til þess að þátttakendur hafi einhverja reynslu af skíðagöngu.

Verð: 5.000,- kr og aðild að Ulli er skilyrði.

Athugið, lágmarks þátttaka á námskeiðinu eru 6 manns. Ef lágmarks þátttaka næst ekki verður námskeiðið fellt niður og skráningargjöld endurgreidd.

Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig í félagið má finna hér.

Vakin er athygli á því að eins og á öðrum skíðasvæðum þarf að kaupa skíðakort sem gildir í brautirnar í Bláfjöllum en það er ekki innifalið í námskeiðum sem haldin eru á svæðinu.
Skráningarform